u-19 ára landslið Íslands er að standa sig vel á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. �?eir lögðu í dag lið Egypta 31-29, strákarnir voru að spila vel framan af leik og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 18-12. �?egar korter var eftir af leiknum höfðu strákarnir átta marka en slökuðu þá fullmikið á og hleyptu Egyptum inn í leikinn en það dugði ekki og strákarnir sigruðu með þriggja marka mun, 31-29.
Nökkvi Dan Elliðason skoraði þrjú mörk í leiknum og Hákon Daði Styrmisson setti tvö. Liðið hefur nú tryggt sér sæti í 16- liða úrslitum mótsins og er í öðru sæti riðilsins. Strákarnir mæta næst Noregi en þeir eru ósigraðir líkt og strákarnir okkar og má búast við virkilega spennandi leik.