21. umferð Pepsideildar karla er leikinn í dag. �?vissa var um leiktímann en nú er það staðfest að leikirnir fara fram klukkan 14.00. Eyjamenn fara í Kópavoginn og mæta Breiðabliki. Ef ÍBV sigrar leikinn er sæti í deild þeirra bestu tryggt. En með sigri á Breiðablik enn von um að hampa Íslandsmeistaratitlinum svo lengi sem að FH tapi leik sínum gegn Fjölni. Leiknir leikur gegn KR í Breiðholtinu og þurfa að sigra leikinn til að eiga von á að ná ÍBV. ÍBV er með 19 stig en Leiknir með 15 stig þannig að ef Leiknir tapar þá eru þeir fallnir og Eyjamenn öruggir.