Fimmtán marka sigur á Fjölni
ÍBV tók á móti Fjölni þegar þrettánda og síðasta umferðin á þessu ári fór fram þar sem ÍBV burstaði Fjölni 38-23.
ÍBV byrjaði leikinn betur og skoruðu stelpurnar fyrstu tvö mörkin. Stelpurnar náðu strax ágætis forskoti og eftir tíu mínútna leik var staðan 7-3. Fjölnir tók leikhlé í stöðunni 8-4 en það leikhlé skilaði ekki miklu fyrir gestina og á næstu þrem mínútum fengu þær fjögur mörk á sig en skoruðu aðeins eitt. Varnarleikur ÍBV var virkilega góður á þessum kafla og Sara Dís Davíðsdóttir var að verja vel þar fyrir aftan en það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Eftir tuttugu mínútna leik voru stelpurnar komnar með tíu marka forskot, 15-5 en þessi kafli var virkilega slæmur fyrir gestina en þær skoruðu ekki mark í tíu mínútur. Stelpurnar gengu inn til hálfleiks með ellefu marka forskot 21-10.
Lið ÍBV gaf ekkert eftir í síðari hálfleik þó forskotið hafi verið stórt og skoruðu þær fyrstu tvö mörkin og náði þrettán marka forskoti. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik var staðan 27-13. Mest náði ÍBV sextán marka forskoti,33-17 en lokatölur urðu 38-23.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Vera Lopes 10, Ester �?skarsdóttir 7, Greta Kavaliuskaite 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Telma Amado 2, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 2, Sandra Gísladóttir 1 og Bergey Alexandersdóttir 1.
Sara Dís Davíðsdóttir varði fimmtán skot í marki ÍBV og Erla Rós Sigmarsdóttir varði fimm skot og þar af eitt víti.

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.