Hljómsveitirnar Agent Fresco, �?lfur �?lfur og rapparinn Emmsjé Gauti koma fram á �?jóðhátíð 2016 en þetta eru fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks á þessa �?jóðhátíð sem er númer 142. �?etta er í annað sinn sem hljómsveitin �?lfur �?lfur kemur fram en dúettinn kom fram þar árið 2012.
�??Mér líst alveg heví vel á þetta. �?g hef reyndar bara einu sinni áður farið til Eyja og hef því ekkert ótrúlega mikla reynslu en mér finnst þetta geggjað,�?? segir Arnar Freyr Frostason en hann myndar �?lf �?lf ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Arnar Freyr segir að þeir félagar komi til með að flytja sína helstu slagara í bland við glænýtt efni. �??Við erum að vinna að nýju efni þessi dagana og höfum eiginlega verið að semja síðan síðasta plata kom út. Við eigum örugglega eftir að spila lög sem eru ekki einu sinni orðin hugmynd núna, það er svo langt í þetta,�?? bætir Arnar Freyr við léttur í lundu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Tilkynnt var á dögunum að Friðrik Dór og Sverrir Bergmann komi til með að syngja �?jóðhátíðarlagið í ár en Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið.
Fleiri listamenn og hljómsveitir verða tilkynntar á næstunni en forsala miða á �?jóðhátíð hefst í dag á dalurinn.is.