9. flokkur drengja í körfubolta gerði sér lítið fyrir um helgina og komst upp í A-riðil eða efstu deild Íslandsmótsins. Um leið er flokkurinn fyrsta lið ÍBV sem kemst í efstu deild Íslandsmótsins en allir flokkar félagins komust síðasta vetur í næst efstu deild. Er þessi árangur í samræmi við mikinn uppgang körfuboltans í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst