Haftyðrill og olíublautur álkuungi eru nú í fóstri hjá Kristjáni Egilssyni, forstöðumanni Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja. Marinó Sigursteinsson fann fuglana á dögunum suður við Stórhöfða og kom þeim í hendur Kristjáni. Kristján sagði í samtali við Vaktina að haftyðrillinn, sem líka er nefndur halkion, verpti norður við Thule á Grænlandi. Talið er að í halkionbyggðum norður þar séu allt að tíu milljón fuglar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst