Aðalfundur Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi var haldinn í byrjun nýs árs. Mæting var góð eða 26 félagsmenn sem ræddu af kappi málefni hins gamla félags en það fagnar 100 ára afmæli á vordögum. Í tilefni af því var snædd dýrindis ísterta skreytt með merki félagsins. Tveir nýir félagar gengu í félagið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst