Það var þétt setinn salurinn í Sagnheimum í hádeginu í gær, þriðjudag, þar sem Ragnar Óskarson fjallaði um Tyrkjaránið 1627 í máli og myndum. Þá sagði Jóhann Jónsson frá endugerð skiltis við Fiskhella. Kári Bjarnason sagði þá í stuttu máli frá væntanlegri útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar.
Eins og fyrri daginn var okkar maður Óskar Pétur á staðnum og smellti af myndunum hér að neðan.
Halldór B. Halldórsson, áhugakvikmyndagerðar maður var einnig á staðnum á tók myndbandið hér að neðan. Þar má hlýða á framsögu Jóhanns og Kára.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst