Fjölmargar sýningar voru víðsvegar um bæinn síðastliðna helgi á Goslokahátíðinni og 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Ljósmyndari Eyjar.net leit við á þeim nokkrum.
Á myndunum hér að neðan má sjá myndir frá sýningum Tolla Morthens sem sýndi í flugstöðinni – enn sú sýning er opin fram yfir Þjóðhátíð. Í Akóges var Sigurfinnur Sigurfinnsson með myndlistarsýningu og í Einarsstofu sýndu Hulda Hákon og Jón Óskar.
Í Safnaðarheimilinu var Gíslína Dögg Bjarkadóttir með myndlistarsýningu og í Svölukoti var Svavar Steingrímsson með ljósmyndasýningu frá Vestmannaeyjagosinu. Í Þekkingarsetri Vestmannaeyja var Kristinn Pálsson með áhugaverða sýningu undir nafninu „Gakktí Bæinn”.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst