Það var húsfyllir í Landakirkju í gær þar sem lokatónn afmælishátíðar Vestmannaeyjabæjar var sleginn. Dagskráin hófst á tónleikum með landsþekktu listafólki, stórtenórnum Gissuri Páli, söngkonunni Heru Björk og gítarleikarnum Birni Thor.
Í kjölfarið sameinuðust kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum í messu, þar sem þau Gissur Páll, Hera Björk og Björn komu fram ásamt Kór Landakirkju og Lofgjörðarsveit Hvítasunnukirkjunnar.
Tónlistarfólkið hélt svo í kjölfarið á Hraunbúðir og lék nokkur lög fyrir heimilsfólk, aðstandendur og starfsfólk. Listamennirnir stóðu sig allir sem einn með stakri prýði og voru þau afar ánægð með daginn.
Eftir messu var samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í safnaðarheimilinu og mættu um 150 manns í kaffisamsætið. Þar með lauk formlegri dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst