Vöndum okkur í viðspyrnunni
10. desember, 2020

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti í síðustu viku tillögu bæjarráðs um að setja á laggirnar viðspyrnusjóð fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum vegna Covid 19.

Sjóðurinn nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ að upphæð allt að 5.000.000 kr. á árinu 2020, og er stofnaður til að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Hver rekstraraðili getur að hámarki fengið úthlutað 1.500.000 kr. úr sjóðnum og skulu fyrirtæki í ferðaþjónustu ganga fyrir þegar kemur að úthlutun.

Í skjali um fyrirkomulag og úthlutun úr sjóðnum segir að það eigi einkum við fyrirtæki í ferðaþjónustu og verði horft til þeirra sérstaklega við úthlutun úr sjóðnum.

,,Gríðarlegt tekjufall hefur orðið í ferðaþjónustu og við þeim aðstæðum þarf að bregðast með afgerandi hætti. Stofnun sjóðsins hefur ekki fordæmisgildi gagnvart áföllum í framtíðinni. Vestmannaeyjabæjar fer með fyrirsvar fyrir sjóðinn og sér um umsýslu hans. Úthlutunarnefnd skipa: Bæjarráð og bæjarstjóri.”

Styrkir fyrir hverja:

  • Rekstraraðilar með heilsársstarfsemi sem voru með lögheimili í Vestmannaeyjum 1. mars 2020 geta sótt um framlag úr sjóðnum. Á þetta sérstaklega við um fyrirtæki í ferðaþjónustu.
  • Rekstraraðilar í Vestmannaeyjum með starfsemi í a.m.k. 6 mánuði á árinu 2020 geta sótt um framlög og verður þeim úthlutað í hlutfalli við fjölda mánaða í rekstri á árinu. Á þetta sérstaklega við um fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Úthlutunarreglur:

Tekið er mið af eftirfarandi þáttum við úthlutun:

  • Fyrirtæki með heilsársstarfsemi er forsenda fyrir styrkveitingum. Fyrirtæki sem starfrækt hafa í a.m.k. 6 mánuði á árinu 2020 geta einnig fengið styrk í hlutfalli við fjölda mánaða í rekstri á árinu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu ganga fyrir.
  • Fasteignagjöldum af atvinnuhúsnæði (C-flokkur) (vigtar 50%)
  • Hlutfalli afbókana eða afpantana af ársveltu (vigtar 25%)
  • Umfangi reksturs, ársverka og ársveltu (vigtar 25%) Úthlutunarnefnd ákveður hvort fallist er á umsókn og hversu hátt framlag umsækjandi fær úr sjóðnum. Úthlutunarnefnd getur veitt umsækjanda skamman frest til að skila viðbótargögnum eða upplýsingum eftir því sem þörf krefur við mat umsóknar.

Mikilvægt að huga vel að jafnræðisreglunni

Nú er það svo að mun fleiri fyrirtæki urðu fyrir talsverðu tjóni af völdum faraldursins á árinu en fyrirtæki í ferðaþjónustu. Fyrirtæki líkt og líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslu,- snyrti- og nuddstofur.

Líkamsræktarstöðvar hafa til að mynda ekki enn fengið að opna svo dæmi sé tekið.

Bæjaryfirvöld verða að vanda vel til verka þegar kemur að því að stofna slíka sjóði. Það verður að huga vel að öllum þeim sem standa í slíkum sporum. Undirritaður gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að verja ferðaþjónustuna, en samkvæmt úthlutunarreglunum er aðeins hluti þeirra fyrirtækja sem getur sótt um styrk.

Í svona aðgerðum verður að huga vel að jafnræðisreglunni, sem einmitt bar á góma í öðru máli á síðasta fundi bæjarstjórnar. Að allir sitji við sama borð, þegar kemur að því að deila út fjármunum úr sameiginlegum sjóðum.

Kæru bæjarfulltrúar: Vandvirkni er gríðarlega mikilvæg, sérstaklega í svona málum!

 

Tryggvi Már Sæmundsson

 

Höfundur er ritstjóri Eyjar.net

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst