Að mati hlaupara og lesenda hlaup.is voru Vestmannaeyjahlaupið og Snæfellsjökulshlaupið valin hlaup ársins 2016 en verðlaunin voru afhent í áttunda skiptið sl. sunnudag. Einnig var valinn langhlaupari ársins en að þessu sinni hlaut �?orbergur Ingi Jónsson nafnbótina. Kári Steinn Karlsson, sem endaði öðru sæti í valinu á langhlaupara ársins, tók við verðlaununum fyrir hönd Vestmannaeyjahlaupsins en hann en hann situr í undirbúningsnefnd hlaupsins.
Í samtali við Eyjafréttir sagðist Magnús Bragason, einn af aðstandendum hlaupsins, vera hæstánægður með verðlaunin enda góð viðurkenning. Magnús sér fyrir sér að gera enn betur í ár og hvetur alla til að taka þátt. �??Við ætlum að reyna að gera hlaupið fjölmennara í ár og vil ég biðja alla Eyjamenn að hjálpa okkur við að auglýsa hlaupið en það verður laugardaginn 2. september eða taka sjálft ákvörðun að taka þátt og byrja að skokka.�??