Í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra lagði ég fram nokkrar spurningar, einkum um heildarkostnað við sjúkraflug og þá sérlega um kostnaðinn í Vestmannaeyjum og m.a. um fæðingarþjónustuna þar. Fram kemur í skriflegu svari að yfir 390 milljónum króna er varið til alls sjúkraflugs Mýflugs (um 600 ferðir) á landinu árið 2016. �?ar af kostuðu um 130 sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum fáeina tugi milljóna. Meðalkostnaður við hvert sjúkraflug í landinu er um 580 þúsund krónur. Kostnaðartölur ber að vega inn í umræður um fjármál, öryggi og ákvarðanir um hvers konar þjónusta er vistuð á heilbrigðisstofnunum utan Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri.
�?þarfa byrðar
Milli 40 og 50 fæðingar verða á ári meðal kvenna heimilisfastra í Eyjum og langflestar fara fram uppi á landi. Flestar voru þær á Landsspítala eða 24 en 14 á Akranesi 2016 og tvær þörfnuðust skyndilegs sjúkraflugs. Barnshafandi konur og oft heilu fjölskyldurnar flytjast upp á land í lengri eða skemmri tíma vegna barneigna. Hluti kostnaðarins fellur á Sjúkratryggingar Íslands en jafnan minnihluti hans og verða margar fjölskyldur, eða hjón og sambýlisfólk, fyrir verulegum kostnaði vegna tíðra ferða til lands, t.d. til meðgönguskoðana, og uppihalds vegna fæinga, jafnvel vikum saman fjarri heimilum sínum. Stundum þarf þyrlu Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug í Vestmannaeyjum (9 sinnum árið 2016) og hækkar þá þjónustukostnaðurinn verulega eða upp í rúma 1,1 milljón króna hvert flug. Árið 2016 þurfti engin barnshafandi kona í Eyjum á þeirri þjónustu að halda. Ekki þarf að fjölyrða frekar um fyrirkomulag fæðingarþjónustunnar í þessu blaði og heldur ekki um erfiðar samgöngur úr Eyjum oft á tíðum. Enn fremur er augljóst að foreldrar vilja hafa val um sem öruggasta þjónustu úr því hana er ekki að finna heima fyrir. Aðeins 3 fæðingar eru skráðar í Eyjum 2016.
Sanngjörn krafa?
Kostnaður við að manna sjúkrahúsið í Eyjum með sérfræðingum er hár. Krafa Eyjamanna er engu að síður sú að ásættanleg skurðlækna- og fæðingarþjónustua sé fyrir hendi á heimaslóð. Er það ekki sanngjörn krafa? �?ar með væru búsetuskilyrði mun betri en nú í fjölmennri eyjabyggð og hvers kyns viðbragðsöryggi á mörgum sviðum meira. Til þess að halda uppi sérhæfðri skurðþjónustu væri ef til vill unnt nýta hana til sérhæfðra verkefna meðal sjúklinga sem koma til Eyja, t.d. af Suðurlandi, jafnt sem íbúanna í Eyjum. Allar ákvarðanir um umbætur í sjúkrahúsþjónustu, allt frá Suðurnesjum til Hafnar hljóta að krefjast nýs heildarskipulags á landsvísu og ákveðinna ívilnana og tímabilstilboða til lækna og hjúkrunarfólks, líkt og tíðkast í hérðuðum utan þéttbýlustu svæða í Skandinavíu. Hvað sem líður ólíkum skoðunum á málefnum sjúskrahússins í Eyjum verður að leiða til lykta umræður og ákvarðanir um þjónustustig þar, hvort sem varðar fæðingarþjónustu eða aðra sérhæfða þjónustu.