Sigurfinnur Sigurfinnsson, listamaður og fyrrum teiknikennari, málaði myndir sem nú prýða Sundhöllina. Allar tengjast myndirnar vatni eða sjó og þar má sjá skepnur og dýr, bæði raunveruleg og minna raunveruleg. �?að er mikil litagleði í myndum Sigurfinns og líf og fjör og eiga þær eftir að gera ferð í sundlaugina í Vestmannaeyjum ánægjulegri. Sigurfinnur er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Sigurfinnur Sigurfinnsson Fæðingardagur: 18 júní 1944.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Giftur í 52 ár �?orbjörgu Júlíusdóttur, börnin eru 3, Gunnar Már, Nanna Dröfn og Sigurfinnur Viðar. Barnabörnin eru orðin 9 og eitt lang afa barn.
Draumabíllinn: Sá sem ég á hverju sinni.
Uppáhaldsmatur: Nautið heillar alltaf
Versti matur: Hef einu sinni reynt við sigin fisk. Geri það ekki aftur.
Uppáhalds vefsíða: Heimaklettur.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Gömlu rokklögin frá árunum ´63-´65 ásamt Ítölskum aríum.
Aðaláhugamál: Við hjónin höfum gaman af að ferðast. Sér í lagi með vinum okkar.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Michelagelo.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestur hluti Heimaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: IBV og Grétar �?ór Eyþórsson.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Labba.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttatengt efni.
Hvenær byrjaðir þú að teikna og mála: Sem krakki en í alvöru frá 10 ára aldri.
Ertu enn að: Já.
Hvað hefurðu haldið margar sýningar: 12.
Hvenær megum við eiga von á næstu sýningu: Eftir rúm 2 ár.