Takk fyrir áskorunina Kristinn minn. �?g ætla að hafa smá svartbauna þema í mínum réttum, ótrúlegt hvað svartar baunir geta gert mikið! �?g hef verið vegan síðan í byrjun ársins 2017 en grænmetisæta í rúmt ár. Hér kemur svartbauna-borgari og svartbauna-súkkulaði múffur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
Svartbauna-borgari
(2-3 borgarar)
1 dós svartar baunir (240 gr svartar baunir)
½ dl grófmalað haframjöl (gott að láta í blandara þar til haframjölin verður kornótt en ekki duft.)
½ tsk laukduft
½ tsk hvítlauksduft
2 msk tómatsósa
1 msk dion sinnep
Aðferð:
1. Skolið svartbaunirnar í sigti og blandið vel saman við haframjölið, tómatsósuna, sinnepið og kryddið. Notið gaffal eða matreiðsluvél. Baunirnar eiga að vera flestar brotnar en ekki allar. Smakkið til og kryddið meira ef þarf.
2. Búið til 2-3 kúlur og setjið á bökunarpappír í ofnskúffu. Pressið kúlurnar niður í borgara með fingrunum.
3. Bakið í miðjum ofni á 200 gráðum í 7 mínútur á hvorri hlið. Notið þunnan spaða til að snúa þeim varlega.
4. Raðið saman borgaranum.
Kokteilsósa
Vegan majónes (ég nota frá �??Follow your heart)
Hunts tómatsósa
50/50 Blandað saman og þú ert komin með sósu
�?g nota hamborgarabrauð frá myllunni og læt violife ost(original), sóma-hummus, tómata, gúrkur, lambhaga salat, rauðlauk og kokteilsósuna á borgaran minn en það er hægt að láta hvaða sósu og grænmeti sem hentar hverjum og einum á sinn borgara.
Svartbauna-súkkulaði múffur
1 ½ bolli soðnar svartar baunir. �?g keypti lífrænar baunir í fernu, helti þeim í sigti og skolaði vel undir köldu vatni áður en ég maukaði þær
½ bolli glúteinlaust haframjöl. (Ef þið þolið glútein virkar venjulegt haframjöl að sjálfsögðu líka)
½ bolli hveiti (hægt að nota hvaða hveiti sem er)
1 tsk matarsódi
¼ tsk salt
½ bolli kakóduft
4 msk olía. (�?g notaði kókosolíu)
1 tsk eplaedik
½ bolli vatn
½ bolli agave- eða hlynsíróp
1 bolli brytjað suðusúkkulaði
�?að er auðveldast að nota matvinnsluvél eða góðan blandara til að gera deigið en það er ekki nauðsynlegt. �?g notaði töfrasprota og það virkaði mjög vel. Eina sem þarf að passa er að mauka allar baunirnar vel því maður vill helst ekki bíta í heila baun.
Aðferð:
1. Byrjið á því að hita ofninn á 175°c með blæstri.
2. Hellið haframjölinu í skál og malið það niður með töfrasprotanum þar til áferðin verður svipuð hveiti. Leggið það svo til hliðar.
3. Sigtið baunirnar og skolið vel með köldu vatni. Hellið þeim í stóra skál, maukið þær vel og passið að engin baun sé heil.
4. Hellið vatni, sírópi, eplaediki og olíu saman við og maukið vel saman.
5. Bætið haframjölinu, hveitinu, kakóinu, saltinu og matarsódanum saman við og maukið þar til engir kekkir eru.
6. Hellið helmingnum af súkkulaðinu útí og blandið saman við deigið með sleif.
7. Pennslið muffins ofnskúffuform með olíu. Formið sem ég nota gerir 12 kökur og deigið passar nákvæmlega í það. Annars er líka hægt að láta í muffins form.
8. Stráið hinum helmingnum af súkkulaðinu yfir kökunar. �?að er hægt að leika sér aðeins þarna og setja á kökurnar hnetur, þurrkaða ávexti, kókosmjöl eða bara það sem manni dettur í hug.
9. Bakið kökurnar í 20-30 mínútur. �?að er stundum mismunandi eftir ofnum hversu langan tíma tekur að baka kökurnar en mínar tóku sirka 23 mínútur. Leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur áður en þið takið þær úr muffins forminu.
Gott að bera fram múffurnar með rjóma (ég nota soja rjóma frá soyatoo)
�?g vona að sem flestir muni prófa og finnast þetta eins gómsætt og mér finnst. �?g ætla hins vegar að skora á hann �?skar �?lafsson bróðir mömmu að spreyta sig í eldamennskunni.