�??Eftir langt hlé er nú aftur hafinn rekstur kvikmyndahúss í Vestmannaeyjum. Fyrstu skrefin lofa góðu og á þeim stutta tíma sem er liðinn frá því að Eyjabíó opnaði hafa á annað þúsund gestir sótt það heim,�?? skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri á heimasíðu seinni.
�?öglu myndirnar fengu líf
�??Saga kvikmyndasýninga í Vestmannaeyjum er nokkuð merkileg. Hún spannar allt aftur til ársins 1917 þegar þeir Sigurjón Högnason frá Baldurshaga og Arnbjörn �?lafsson á Reyni keyptu húsið Borg og komu þar á fót kvikmyndarekstri. Hvergi skyldi þar gefið eftir í heimsborgarabragnum og létu þeir félagar skrifa stórum stöfum �??�??Biograph Theatre �?? Moving Pictures�?? á vestur gafl hússins. Við tjaldið var komið upp forláta píanói til að ljá þöglu myndunum líf.
�??Jón, Jón, passaðu börnin.�??
Síðan þá hafa kvikmyndasýningar verið á nokkrum stöðum í bænum svo sem í Alþýðuhúsinu, Nýja-Bíó (þar sem nú er Hótel Vestmannaeyjar), Samkomuhúsinu/Höllinni (�?ar sem nú er kirkja Hvítasunnusafnaðarins) og í Félagsheimilinu við Heiðaveg (�?ar sem nú er menningarhúsið Kvika). Fyrsta myndin sem sýnd var í Eyjum hét �??Zirli�?? sem var skv. Vísi �??Ástarsjónleikur í 3 þáttum.�?? Hrifningin var mikil og fólk lifði sig sannarlega inn í myndirnar. Fræg er sagan þegar lest kom æðandi til móts við myndavélina eins og þær ætluðu út úr tjaldinu og kona ein kallaði upp yfir sig: �??Jón, Jón, passaðu börnin!�??. Í kvöld verður sýnd kvikmyndin Transformers í Eyjabíóinu. �?ótt tæknin sé margföld er nú samt ekki víst að innlifunin verði jafn sterk.
Eitt flottasta bíó á landinu.
Hið nýja bíó sem hlotið hefur nafnið �??Eyjabíó er í alla staði hið glæsilegasta. Eigandi þess, Axel Ingi Viðarsson, tók í upphafi þá ákvörðun að ekki myndi þýða að bjóða upp á neitt annað en aðstöðu sem jafnast á við það besta hér á landi. Á sama hátt þyrfti ætíð að vera með nýjar myndir á sama tíma og þær eru fyrst sýndar í Reykjavík. Bíóið er búið fullkomnum digital sýningarbúnaði frá Christie og hljóðbúnaðurinn er frá Dolby Digital.
Kvika, glæsileg aðstaða.
Vestmannaeyjabær á hins vegar alla aðstöðu og hefur nú með öllu endurnýjað húsið sjálft sem hlotið hefur nafnið Kvika. Meðal þess sem gert hefur verið er að setja lyftu í húsið, nýtt loftræstikerfi, ný gólfefni á allt húsið, nýjan neyðarútgang, nýja félagsaðstöðu fyrir félag eldri borgara á 3. hæðina, hækka pall í sýningasal, ný sæti í sýningasal, endurbætta hljóðvist og margt fl.
Eyjamenn kunna vel að meta.
�?að er ánægjulegt fyrir Vestmannaeyjabæ að geta hlúð samtímis að menningu og afþreyingu eins og gert var með framkvæmdum við Kviku. Í gegnum tíðina hafa Eyjamenn og þá ekki síst börn og unglingar kvartað sáran undan því að ekki sé hér bíó. �?að kemur því ekki sérstakleg á óvart hversu vel Eyjamenn á öllum aldri hafa tekið hinu nýja bíói.
Sterk staða
Vestmannaeyjar standa sterkt um þessar mundir. Á sama tíma og mikill hugur er í atvinnulífinu og gríðarlegar fjárfestingar í framtíðaratvinnutækifærum hefur verið að byggjast upp öflug þjónusta bæði á vegum bæjarfélagsins og annara aðila. Afþreying á borð við bíó er kærkomin viðbót í okkar góðu flóru.
Að lokum er rétt að minna á vefsíðu bíósins �??eyjabio.is�?? en þar er hægt að finna allar upplýsingar um sýningatíma, kvikmyndaframboð og margt fl.�??