Enginn á móti uppbyggingu í Áshamri

Eyjafréttir sögðu frá því í gær að fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 27. ágúst síðastliðinn lá fyrir umsókn um lóð sunnan við Áshamar 1. Þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. En erindinu var frestað til næsta fundar ráðsins.

Í kjölfarið sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBV í samtali við Eyjafréttir að ÍBV íþróttafélag reki ekki tjaldsvæðið hjá Áshamrinum heldur einkaaðilar í samstarfi við bæinn og sjá þeir algjörlega um það svæði, „en þetta eru okkar gestir og til þess að Þjóðhátíðin geti verið eins stór og hún er þá þurfum við viðbótar tjaldsvæði. Þá er frábært að fólk snúi bökum saman og finni einhverja lausn varðandi tjaldstæði en auðvitað setjum við okkur ekki upp á móti þróun byggðarmála í bæjarfélaginu svo framarlega sem það skaðar ekki okkar íþróttastarfsemi.Við munum fara í þessa vinnu með það að markmiði að finna tjaldsvæðinu einhvern stað.“

Erindinu var frestað í tvær vikur til þess að hagsmunaraðilar geti fundað
Jóna Sigríður Guðmundsóttir formaður umhverfis og skipulagsmála hjá Vestmannaeyjabæ sagðist sjálf vera jákvæð fyrir að byggt yrði þarna. „Þetta er byggingarlóð og persónulega er ég mjög jákvæð fyrir byggingu þarna. Erindinu var frestað í tvær vikur til þess að hagsmunaraðilar geti fundað og fundið þessu máli farveg.“

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.