Gengið hefur verið frá öllum ráðningum umsjónakennara og stjórnenda við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir veturinn 2018-2019.
Miklar breytingar hafa átt sér stað á stjórnendateymi skólans. Anna Rós Hallgrímsdóttir tekur við sem skólastjóri.
Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, hann er ráðinn tímabundið í eitt ár í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur.
Óskar Jósúason hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla.
Deildarstjórar verða þrír, einn á hverju stigi. Ásdís Tómasdóttir verður deildarstjóri unglingastigs, Svanhvít Friðþjófsdóttir deildarstjóri miðstigs og Rósa Hrönn Ögmundsdóttir deildarstjóri yngsta stigs.
Allar stöður voru auglýstar á vef Vestmannaeyjabæjar fyrir utan staða aðstoðarskólastjóra i Barnaskóla, sú staða var auglýst innanhús þar sem um tímabundna ráðningu er að ræða. Gaman að segja frá því að fjölmargir sóttu um allar sex stöðurnar.
Umsjónarkennarar 2018-2019 eru eftirfarandi:
1. bekkur: Sigríður Ása Friðriksdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Þórdís Jóelsdóttir
2. bekkur: Íris Pálsdóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir og Margrét Elsabet Kristjánsdóttir
3. bekkur: Anna Lilja Sigurðardóttir, Helga Björg Garðarsdóttir og Snjólaug Elín Árnadóttir
4. bekkur: Sara Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Þóra Sigríður Sigurðardóttir
5. bekkur: Birgit Ósk Bjartmarz, Kristinn Guðmundsson og Narfi Ísak Geirsson
6. bekkur: Daníel Geir Moritz, Ester Sigríður Helgadóttir og Sæfinna Ásbjörnsdóttir
7. bekkur: Arnheiður Pálsdóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir, Jóhanna Alfreðsdóttir
8. bekkur: Elísa Sigurðardóttir og Dóra Guðrún Þórarinsdóttir
9. bekkur: Berglind Þórðardóttir, Jónatan G.Jónsson og Ólafía Ósk Sigurðardóttir
10. bekkur: Erna Valtýsdóttir, Evelyn Bryner og Hildur Jónasdóttir





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.