Það var glæsilegur hópur nemenda sem hóf nám við framhaldsskólann nú á haustönn, nemendurnir eru 230 talsins og er það á pari við það sem hefur verið síðustu ár. Samningurinn sem skólinn hefur við menntamálaráðuneytið hljóðar uppá 204 nemendur og fær skólinn því aðeins greitt með þeim fjölda og þýðir að við fáum ekki greitt með sem nemur 8% af þeim nemendum sem stunda hér nám. “Við reynum alltaf að taka inn alla þá nemendur sem sækja um og eru búsettir hérna og náum að gera það,“ sagði Helga Kristín Kolbeins skólameistari þegar blaðamaður kíkti við í Framhaldsskóla Vestmannaeyja á dögunum. Helga Kristín sagði að mikil breyting væri á samsetningu námsins hjá nemendum, „við settum okkur markmið fyrir nokkrum árum að
Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.