Merkúr gefur út sitt fyrsta lag "Welcome to hell"
15. nóvember, 2018
Hljómsveitin Merkúr.

Hin unga vestmannaeyska þungarokkshljómsveit Merkúr sem kom, sá og sigraði á góðgerðartónleikum Samferða nú í október, fagnar eins árs amæli í dag og sendir af því tilefni frá sér sitt fyrsta lag, Welcome to hell. Lagið er af væntanlegri plötu Apocalypse Rising.

Hljómsveitin Merkúr. Arnar Júlíusson gítarleikari og söngvari og Mikael Magnússon trommari.

„15. nóvember í fyrra var ákveðið að við strákarnir myndum hittast og spila saman nokkur lög. Við byrjuðum á því að spila heima hjá okkur og því var erfitt að hittast reglulega útaf fjölskyldum okkar. Síðan fengum við að æfa okkur á háaloftinu í gamla Geisla og þá byrjuðum við að taka þessu alvarlega. Vil nota tækifærið og þakka Tóta í Geisla kærlega fyrir stuðninginn,” sagði Arnar Júlíusson, gítarleikari og söngvari Merkúr í spjalli í nýjasta blaði Eyjafréttir.  „Við erum oftast með tvær æfingar á viku sem hefur virkað mjög vel fyrir okkur, en uppá síðkastið höfum við verið að hittast meira vegna tónleika og upptöku á plötu.”

Ásamt Arnari skipa hljómsveitina Mikael Magnússon á trommur, Trausti Mar Sigurðsson á gítar og Jökull Elí Þorvaldsson á bassa. „Ég, Mikael og Trausti skiptum þessu frekar jafnt á okkur og við erum ekki hræddir að koma með hugmyndir. Oftast er það þannig að annaðhvort ég eða Trausti komum með eitthvað „riff” sem við byggjum lagið í kringum, Mikael sér um trommur og texta og ég sé um sóló gítarinn,” sagði Arnar aðspurður um tilurð laganna.

Hljómsveitin Merkúr. Jökull Elí Þorvaldsson bassaleikari.

Á plötunni „Apocalypse Rising“ sem við erum að gera núna erum við með „concept” eða þema sem við fylgjum. Sagan segir frá einhverjum eða einhverju sem rís úr undirheimunum til þess að hefna sín á mannkyninu og eyða heiminum, alvöru þungarokk sko. Þessi saga er sögð frá mismunandi sjónarhornum frá upprisu til heimsendir.”

En hvaðan kemur nafnið? „Merkúr er ekki fyrsta nafnið og hafa þau verið nokkur. Við vildum hafa eitthvað íslenskt nafn sem væri samt auðþekkjanlegt á ensku. Ef ég man rétt þá var það Trausti gítarleikari sem kom með nafnið.”

Hljómsveitin hefur verið starfandi í eitt ár í dag 15. nóvember og senda strákarnir því frá sér sitt fyrsta lag. Upphaflega var áætlað að platan kæmi út þennan dag en það hafðist ekki þar sem taka þurfti upp nokkra hluti aftu. Arnar sagðist reikna með að hún kæmi út í næstu viku.

 

Trausti Mar Sigurðarson, hljómsveitin Merkúr.

Til að minnka kostnað við útgáfuna ákvað Arnar einfaldlega að læra upptökur upp á eigin spítur. „Við erum alveg heimagerð hljómsveit og tók ég allt upp, mixaði og masteraði allt saman. Við erum námsmenn og höfum ekki efni á flottu stúdíói, því ákvað ég bara að læra þetta sjálfur og gera það. Það tók sinn tíma að læra á allt þetta allt saman en ég er ungur og áhugasamur.”

Hvenær á fólk von á að heyra í ykkur næst? „Ætli það verði ekki bara hent í útgáfutónleika í desember eða eitthvað svoleiðis. Við erum auðvitað nýbyrjaðir og enn að læra hvernig þetta virkar alltsaman. En það er klárt mál að við spilum aftur á næstunni, bara fylgjast með okkur á samskiptamiðlunum.”

Strákarnir hafa einnig alla tíð stefnt á þátttöku í Músíktilraunum og verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim vegnar þar. „Svo er bara að fylgjast með nýju plötunni okkar í nóvember og auðvitað tjékka á okkur á facebook. Takk fyrir okkur,” sagði Arnar að lokum.

Hljómsveitin Merkúr.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.