Áramótahugleiðing um umburðarlyndi
4. janúar, 2019
Páll Magnússon

Páfinn í Róm gerði umburðarlyndi, eða öllu heldur umburðarleysi, að meginstefi í jólaávarpi sínu. Hann hvatti til ”…bróðernis fólks með ólík sjónarmið sem getur þó virt og hlýtt hvert á annað”.

Og mér varð hugsað til okkar hér í Eyjum.

Margir vinir mínir kannast við þessa þulu mína um vanda þess og vegsemd að vera Vestmannaeyingur:

Það eru sérstök forréttindi að eiga æsku sína, uppvöxt og fullorðinsár á þessum stað og með því fólki sem hér býr. Hæfilegur fjöldi til að ”flestir þekki flesta” og hið sérstaka og þétta eyjarsamfélag  leiðir af sér nálægð og samstöðu í gleði og sorg sem á sér tæpast hliðstæðu.

Um þetta mætti rifja upp mörg fögur dæmi að fornu og nýju. Ég læt nægja að nefna æðrulaus viðbögð samfélagsins í heild við þeim háska sem steðjaði að í gosinu 1973; samstöðuna við uppbyggingu bæjarins að því loknu; samúð og mannúð sem samfélagið hefur sýnt í gegnum aldirnar gagnvart þeim sem hafa átt um sárt að binda – og síðan á hinn bóginn hina fölskvalausu sameiginlegu gleði sem fólk upplifir t.d. við velgengni Eyjamanna á íþróttasviðinu eða góðan árangur þeirra á öðrum vettvangi.

Allt þetta og miklu fleira gerir það eftirsóknarvert og gott að lifa og búa í samfélagi eins og okkar þar sem nálægðin er svona mikil – því langoftast er hún falleg og góð.

En það er þó ein skuggahlið á þessari nálægð – eða rúllugjald sem við þurfum að greiða fyrir hana: Við eigum oft afar erfitt með að leysa úr ágreiningsmálum án þess að gera þau persónuleg. Og með því að ágreiningurinn verður fremur persónulegur en málefnalegur þá verður hann líka illvígari og langvinnari en ella.  Mér finnst því miður að þetta hafi gengið úr nokkru hófi hjá okkur síðustu misserin.

Skiptar skoðanir um allskonar málefni, t.d. tengd yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs og framboðsmál í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hafa leitt af sér furðu mikla heift hjá annars dagfarsprúðu fólki. Ég hitti æ fleiri hér í Eyjum sem ofbýður sú illmælgi og hrakyrði um náungann sem þetta hefur leitt af sér. Sjálfur man ég ekki til að svona rammt hafi kveðið að þessu áður. Það þarf ekki marga einstaklinga til að tala með þessum hætti til að það spilli talsvert andrúmsloftinu í bænum.

Nú mælist ég til þess í fyllstu auðmýkt að við látum nýtt ár – nýtt upphaf – verða okkur tilefni og hvatningu til að láta af þessum ósið. Ágætt viðmið í þessum efnum er að segja helst ekkert um náungann sem við treystum okkur ekki til að segja við hann. Það er engin ástæða til að tala illa um fólk þótt við séum ekki sammála skoðunum þess. Sýnum hvert öðru virðingu þótt okkur greini á um einhver málefni.

Ef okkur tækist þetta yrði enn betra að búa hér í Eyjum – og mannlífið enn skemmtilegra!

Páll Magnússon

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst