Sjómannskonan (Dúlla) fyrsta lagið í verkefninu Eitt lag á mánuði

Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda, BEST, sendir út í dag fyrsta lagið í útgáfuverkefninu „Eitt lag á mánuði.” Ætlunin er að gefa út eitt lag eftir vestmanneyskan höfund í hverjum mánuði allt næsta árið.

Fyrsta lagið heitir Sjómannskonan (Dúlla) og er eftir Sæþór Vídó við texta Snorra Jónssonar. „ Í apríl á síðasta ári héldu börn hjónanna Bedda og Dúllu óvænta samanlagða 150 ára afmælisveislu fyrir þau eðalhjón frá Vestmannaeyjum.
Þar sem fyrir var til lag um Bedda eftir þá félagana Snorra og Sæþór fengu systkinin þá til að semja Dúllu líka og var hún flutt af Karlakór Vestmannaeyja í veislunni.” segir BEST í lýsingunni um tilurð lagsins. „Best leitaði svo á náðir Gísla Stefánssonar og félaga í Móbergi til þess að leika lagið og taka upp. Útkomuna má heyra hér að ofan í boði Bergvinsbarna.”

Það er Sæþór Vídó sem syngur lagið. Aðrir sem koma að laginu eru
Píanó: Þórir Ólafsson
Gítarar: Gísli Stefánsson
Bassi: Kristinn Jónsson
Trommur: Birgir Nielsen
Brass: Einar Hallgrímur Jakobsson
Upptökur og hljóðblöndun: Gísli Stefánsson
Útsetning: Sæþór Vídó

„Ef þú ert úr Eyjum og lumar á lagi eða texta sendu okkur endilega línu á best.eyjar@gmail.com. Eins ef þú eða þitt fyrirtæki vill styrkja þetta verkefni,” segir að lokum.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.