Fyrir helgi var tilkynnt að Björgun verði komið með skip á svæðið 23. eða 24. febrúar, til þess að hefja dýpkun í Landeyjarhöfn leið og tækifæri gefst. Spáin næstu daga hentar ekki í það samkvæmt G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.
„Það þýðir ekkert að skoða þetta fyrr en næstu helgi alla vega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í Morgunblaðinu í dag og sagði jafnframt að þeir fylgist vel með aðstsæðum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst