Það styttist óðum í að knattspyrnu sumarið skelli á og undirbúningur liðana í fullum gangi. Félagaskiptagluggin í íslensku knattspyrnunni opnaði 21. febrúar og er opinn fram í miðjan maí. Síðan glugginn opnaði hefur meistaraflokkur karla bætt þónokkuð við mannskapinn hjá sér og einhverjir hafa farið.
Nýjasta viðbótin er varnarmaðurinn Gilson Vorreia frá Peniche í Portúgal. Vorreia lék einn æfingaleik með ÍBV á undirbúningstímabilinu fyrir síðasta tímabil en ekkert varð úr samningi við hann þá. Þar sem meiðsli komu í ljós í læknisskoðun. Nú hafa hins vegar samningar tekist.
Aðrar breytingar sem orðið hafa á leikmannahópnum frá síðasta tímabili:
Komnir:
7.3. Gilson Correia frá Peniche (Portúgal)
7.3. Evariste Ngolok frá Aris Limassol (Kýpur)
2.3. Rafael Veloso frá Valdres (Noregi)
2.3. Telmo Castanheira, Trofense (Portúgal) – ÍBV
2.3. Felix Örn Friðriksson frá Vejle (Danmörku) (úr láni)
21.2. Guðmundur Magnússon frá Fram
21.2. Jonathan Glenn frá Fylki
21.2. Matt Garner frá KFS
21.2. Óskar Elías Óskarsson frá Þór
16.10. Frans Sigurðsson frá Haukum (úr láni)
Farnir:
7.3. David Atkinson í Blyth Spartans (Englandi)
21.2. Atli Arnarson í HK
21.2. Ágúst Leó Björnsson i Þrótt R. (var í láni hjá Keflavík)
21.2. Kaj Leo i Bartalsstovu í Val
17.1. Guy Gnabouyou í Iraklis (Grikklandi)
17.10. Henry J. Rollinson í enskt félag
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst