Tvö bílastæði í stað útisvæðis fyrir börn og fullorðna
12. mars, 2019

Eigendur The brothers brewery keyptu nýverið eign við Bárustíg 7 sem þeir vinna nú hörðum höndum við að gera upp svo hægt verði að opna staðinn fyrir sumarið. Í plönum þeirra var einnig að gera flott útisvæði við húsnæðið.

Jóhann Guðmundsson einn af eigendum The brothers brewery sótti um fyrir hönd fyrirtækisins eftir stækkun á lóð til norðurs í samræmi við meðfylgjandi mynd. Þar sem er merkt með rauðu er sú stækkun sem óskað var eftir. „Það er ljóst að sú starfsemi sem verður í húsnæðinu að Bárustíg 7 kallar nú eftir frekari afþreyingu fyrir fullorðna utanhús á meðan að þörfin fyrir bílastæði í miðbænum hefur fækkað gríðarlega við þessa breytingu. Einnig eru fjöldin af ónýttum bílastæðum í innan við 50m radíus frá þessu svæði. Við óskum þar af leiðandi eftir þessari lóð sem verður þá breytt í afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna með leiktækjum, en hugmyndin er að setja upp stóra útgáfu af jenga og stóra útgáfu af tengja fjóra í röð ásamt því að vera með svæði til að njóta þeirrar menningar sem að The Brothers Brewery hefur búið til á síðustu árum.”

Að ekki verði fækkað bílastæðum
Niðurstaða skipulagsráðs var hinsvegar ekki jákvæð. “Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Ráðið telur mikilvægt að ekki verði fækkað bílastæðum í miðbænum. Ráðið felur byggingarfulltrúa og formanni Skipulagsráðs að ræða við eigendur.”

Eyða dýrmætasta landi sveitarfélagsins undir geymslu á bílum
Eftir þessar niðurstöður sagði Jóhann meðal annars á facebook síðu sinni að Vestmannaeyjabær með sinni stefnu væri einfaldlega að eyðileggja miðbæinn og þá menningu sem skiptir svo gríðarlegu máli til framtíðar þessa sveitarfélags. „Á sama tíma og Reykjavíkurborg fækkar umferð, bílastæðum og öðru í þágu menningar og atvinnustarfsemi þá erum við að fara akkurat öfuga leið. Það að eyða dýrmætast landi sveitarfélagsins undir geymslu á einhverjum bílum á meðan að þar væri hægt að styðja við atvinnustarfsemi og menningu er kolröng og gamaldags stefna sem einfaldlega stór hættuleg og skaðleg fyrir sveitarfélagið til framtíðar.“

„Það eru fjölmörg ónotuð bílastæði í innan við 50m fjarlægð frá þessum tveimur sem við vildum fjarlægja. Meðal einstaklingur gengur ca 1,5m á sec þannig að fyrir þessa tvo bíla væri það 30 sec lengur að göngu sem allir hafa gott af á þessum tímum. Þess má reyndar líka geta að ég persónulega er líka á því að það eigi að fjarlæga það bílastæði fyrir byggingarlóð enda byggist ekki upp neinn alvöru miðbær nema með atvinnustarfsemi, menningu og fólki. Það mætti t.d. byggja þá lóð upp þannig að það væri bílastæði undir húsinu og tryggt þannig að það væri bæði bílastæði og atvinnustarfsemi. Bærinn ætlar að taka enn verðmætara land svo aðeins neðar undir eitt risastórt bílastæði og stækkun á fiskimjölsgeymslu. Ef það er nauðsynlegt að stækka fiskimjölsverksmiðjuna væri þá ekki kjörið að hafa bílakjallara undir henni eða bara ofan á flötu þakki fiskimjölsgeymslunar. Nýta svo landið sem sparast undir byggingalóðir fyrir blandaða starfsemi,“ sagði Jóhann á facebook síðu sinni í morgun.

Skjólsælt svæði með afþreyingu fyrir börn og fullorðna
Kjartan Vídó Ólafsson er líka einn af eigendum The brothers brewery og sagði hann að með umsókn þessari ætluðu þeir að byggja skjólsælt svæði með einhverri afþreyingu fyrir börn og jú fullorðna og gefa miðbæ Vestmannaeyja meira líf

„Sóttum við um að fá að fækka bílastæðum um 2 bílastæði við húsnæðið okkar og byggja upp útisvæði sem átti m.a. að innihalda leiksvæði fyrir börn. Frá því við opnuðum ölstofuna höfum við lagt metnað okkar í það að börn séu velkominn. Höfum við náð að byggja upp góða og rólega stemningu á ölstofunni þannig að börn njóti þess að vera hjá okkur. Þau fá popp eins og þau geta í sig látið, myndir til að lita og svo eigum við oft smá sælgæti til að gefa þeim. Fjölmörg börn kalla ölstofuna poppbúðina og þykir okkur vænt um þá nafnbót frá krökkunum enda tökum við þeim alltaf fagnandi.

Með umsókn okkar ætluðum við að byggja skjólsælt svæði með einhverri afþreyingu fyrir börn og jú fullorðna og gefa miðbæ Vestmannaeyja meira líf. En því miður er það svo að þau sem ráða för í Umhverfis- og skipulagsráði á eyjunni fögru sem ég elska vilja frekar halda tveimur bílastæðum en leyfa okkur að byggja upp aðlagandi útisvæði fyrir gesti okkar,“ sagði Kjartan á facebook síðu sinni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst