ÍBV vann Selfoss með níu mörkum í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Selfoss er þar með fallið úr úrvalsdeild kvenna. Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði níu mörk en leiknum lauk 28:19.
ÍBV er nú í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er með 23 stig í fjórða sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Haukar sem á leik til góða. KA/Þór er í fimmta sætinu með 19 stig eftir 19 leiki og á ennþá möguleika á sæti í úrslitakeppninni, fari svo að ÍBV tapi báðum sínum leikjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst