Staðan er mestu óbreytt, sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni við Eyjafréttir í dag. „Það hefur heldur bætt í núna samkvæmt mælingunni á laugardag. Það er sem sagt heldur grynnra en var, sérstakelga í hafnarmynninu.“ Veðrið framundan og ölduspáin er ekki hagstæð. „Miðað við spána í dag þá er dýpkunarveður fyrir Dísu hluta dags á þriðjudag og miðvikudag og svo aftur á föstudag og laugardag. Það þarf núna að fjarlægja um 10.000 m3 úr hafnarmynninu. Miðað við stöðuna núna þá gerum við því ekki ráð fyrir að hægt verði að opna höfnina fyrr en í byrjun næstu vikus,“ sagði Pétur.
Dísa getur unnið í ölduhæð um 1,8 m og afkastar um 5.000 m3 á dag við bestu aðstæður.
Gröfupramminn getur unnið í um 1,4 m ölduhæð og afkastar svipað. „Hann verður dregin í höfnina þegar Björgun sér fram á að geta nýtt hann, ölduhæðin er yfir 1,4 m mest alla vikuna,“ sagði Pétur og sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi gengið betur að opna höfnina, „ölduhæðin í mars spilar þar stærstan þátt en hún hefur verið okkur afar óhagstæð.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.