Í morgun var byrjað að rífa húsið á Tangagötu 10. Á lóðinni stendur til að reisa fimm hæða fjölbýlishús auk bílakjallara. Það eru Steini og Olli – byggingaverktakar sem ætla að byggja á lóðinni.
Ljósmyndari Eyjar.net smellti meðfylgjandi myndum í morgun. Auk þess eru myndir hér að neðan frá niðurrifi á húsum við Skildingaveg 4, en sú lóð verður hluti af athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar. Vinna við niðurrif þar er langt komin.
https://eyjar.net/fimm-haeda-fjolbylishus-auk-bilakjallara/
https://eyjar.net/nidurrif-hafid/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst