Vilja fund með ráðherra vegna þjóðlendukröfu
herj_innsigling_tms
Íslenska ríkið gerir kröfu til þess að hluti af Heimaey sem og allar úteyjar og sker við Heimaey, sem hingað til hafa verið talin eign Vestmannaeyjabæjar, heyri undir íslenska ríkið sem þjóðlenda. Eyjar.net/Tryggvi Már

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni.

Líkt og áður hefur komið fram lýsti fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998.

Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands á Heimaey, úteyjar og sker. Óbyggðanefnd kallaði eftir kröfum frá ríkinu og koma þær fram í kröfulýsingu ríkisins, nefndin kallar nú eftir kröfum frá þeim sem hafa öndverða hagsmuni við ríkið og skal skila skriflegum kröfum til nefndarinnar fyrir 15. maí nk.

Í formála kröfulýsingarinnar kemur fram að ekki hafi verið unnt að beita hefðbundnum aðferðum við framsetningu kröfulýsingarinnar vegna sérstöðu svæðisins gagnvart öðrum kröfusvæðum sem óbyggðanefnd hefur þegar fjallað um.

Bæjarstjórn hefur sent fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf og mótmælt kröfulýsingunni.

https://eyjar.net/hver-er-eiginlega-tilgangurinn-med-thessu/

Bæjarráð skorar á fjármála- og efnahagsráðherra að draga til baka þessa kröfulýsingu sem ráðherra, fyrir hönd ríkisins, gerði í Vestmannaeyjar. Það er með öllu ótækt að ríkið taki ákvörðun um að þinglýstur kaupsamningur, sem byggði á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um, frá árinu 1960 sé ekki virtur. Samkvæmt þeim kaupsamningi keypti Vestmannaeyjakaupstaður allt land í Vestmannaeyjum af ríkissjóði Íslands.

Þá fól bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir fundi með ráðherra vegna málsins.

https://eyjar.net/vilja-ad-hluti-vestmannaeyja-verdi-thjodlenda/

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.