Vestmannaeyjabær auglýsti í byrjun mánaðarins eftir metnaðarfullum leiðtoga í stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála sveitarfélagsins.
Fram kom í auglýsingunni að leitað væri að aðila sem hefur brennandi áhuga á málaflokki fræðslu- og uppeldismála og hefur bæði menntun og reynslu sem nýtist til þess að skapa framtíðarsýn sem snýr að þeirri vegferð.
Starfið felur í sér yfirumsjón, í umboði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, með framkvæmd laga um fræðslu- og uppeldismál sem og önnur verkefni sem tilheyra fræðslu- og uppeldismálum og sveitarstjórn hefur samþykkt.
Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ sóttu alls sex einstaklingar um stöðuna en einn umsækjandi dróg umsókn sína til baka.
Umsækjendur fimm sem eftir standa eru Fannar Karvel, Helga Sigrún Ísfeld Þórsdóttir, Margrét Ástrós Gunnarsdóttir, María Jóhanna Hrafnsdóttir og Þórdís Þórðardóttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst