Já!  
14. apríl, 2019

Við stöndum oft frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum í lífinu.
Ákvörðunum sem hafa áhrif á hvað við gerum, hvar við verðum og ekki síst
hver við verðum eða hvernig. Hvernig tengsl við ætlum að hafa við
skurðpunkta tengslanets okkar, hvort sem það snýr að okkur sjálfum eða
öðrum, og hvernig við viljum viðhalda þeim eða styrkja. Margt í lífinu
hefur áhrif á tilveru okkar og sjálf höfum við margt um það að segja.

Oft þarf ekki mörg orð eða rökstuðning við stóru ákvarðanir lífsins.
Eitt „já“ getur sagt meira en hinar bestu doktorsritgerðir og hið sama
gildir um eitt „nei.“ Stuttar ræður eða einfalt látbragð geta verið
áhrifaríkari og beinskeyttari en hinar mestu þrumuræður og doðrantar.

Í sjálfri fermingarathöfninni er „já-ið“ hið eina sem fermingarbörnin
segja fyrir utan minnisversið. Um leið er fermingarathöfnin að vissu
leyti ein af vígsluathöfnum kirkjunnar. Vígsluþeginn, þ.e.a.s.
fermingarbarnið, svarar því játandi að það vilji hafa Jesú Krist að
leiðtoga lífsins. Það játar opinberlega vilja sinn til að feta veg
ljóssins með Guð og boðskap hans sem kyndil á vegferð sinni. Það er
afdrifarík ákvörðun. Ákvörðun sem gerð er opinber með einu já-i en segir
þó meira en þúsund orð.

Að reiða sig alfarið á sjálfan sig getur reynst manni ofviða og þrautin
þyngri þegar öldur erfiðleikanna skella með öllum sínum þung á strönd
lífsins. Lífið er vissulega dásamleg gjöf en það getur líka verið erfitt
eins og við vitum öll. Gamli frönskukennarinn minn í menntaskóla sagði
við nemendur sína þegar okkur þótti eitthvað erfitt í náminu: „Hver
sagði að lífið ætti að vera auðvelt? Ekki ég alla vegna!“ Og hún hefur
margt til síns máls.

Því er okkur hentugt og gjöfult að hafa kyndilinn í myrkrinu svo maður
sjálfur geti verið ljós í myrkrinu. Ekki bara fyrir sjálfan sig heldur
einnig þá sem dvelja í landi náttmyrkranna. Það er að vera kristin
manneskja og það felur í sér hreint og tært já sem við getum öll gert að
okkar eigin.

Viðar Stefánsson
Prestur í Landakirkju,

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst