18. umferð Olís deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í N1 höllinni taka Valsmenn á móti ÍBV.
Valur er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig úr 17 leikjum, en Eyjamenn eru í fjórða sætinu með 22 stig úr jafn mörgum leikjum. ÍBV sigraði fyrri leik liðanna í Eyjum 38-34. Það má því búast við baráttuleik á Hlíðarenda í kvöld.
Flautað verður til leiks klukkan 19.30, en þess má geta að leikurinn verður í beinni í Sjónvarpi Símans.
Leikir kvöldsins:
fim. 29. feb. 24 | 19:30 | 18 | Íþróttam. Varmá | RMI/ÞÁB/KHA | Afturelding – Haukar | |||
fim. 29. feb. 24 | 19:30 | 18 | N1 höllin | SÞR/SÓP/RST | Valur – ÍBV |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst