Ferðir Herjólfs kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn falla niður á laugardag og sunnudag vegna ónægs dýpi á rifi. Þetta segir í tilkynningu frá skipafélaginu.
Þar segir enn fremur að aðrar ferðir þessa daga séu á áætlun. Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína.
Herjólfur siglir því skv. eftirfarandi áætlun 2-3 mars:
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 17:00, 19:30, 22:00.
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 18:15, 20:45, 23:15.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst