Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE hafa fiskað vel að undanförnu og bæði skip lönduðu fullfermi í Eyjum á miðvikudag.
Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
“Það er góð vertíðarveiði þessa dagana. Það gengur vel að fá í skipin og það líður ekki langur tími á milli landana. Bergur fór til dæmis út á miðvikudagskvöld og hann mun landa fullfermi í dag. Allt byggist þetta á góðum áhöfnum og við höfum svo sannarlega góða kalla um borð. Við á Vestmannaey erum búnir að fara þrjá túra á sex dögum og alltaf landað fullfermi. Aflinn á þessum sex dögum er vel á þriðja hundrað tonn. Ég hugsa að aflinn sé hátt í 50 tonn á veiðidag. Í síðasta túr vorum við í Háfadýpinu og á Selvogsbanka og allt gekk eins og í sögu. Lögð er áhersla á að fiska ýsu og ufsa en það kemur alltaf einhver þorskur með. Það hefur gengið betur að veiða ufsa núna en síðustu ár. Í ufsanum er mun betri veiði á nóttunni en á daginn en þorskurinn veiðist hins vegar betur á daginn,” segir Egill Guðni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.