Endurbætur á dagdeild lyfjagjafar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum eru nú á lokametrunum. Það er Krabbavörn Vestmannaeyja sem hefur veg og vanda af lagfæringum á stofunni, sem verður öll hin glæsilegasta. Frábært framtak hjá félaginu. Framkvæmdir hófust fyrir jól. Búið er að kaupa inn stóla, sjónvörp og dælur auk annars húsbúnaðar fyrir sjúklinga og starfsfólk.
Verkið er unnið í samráði við stjórnendur HSU í Eyjum. Að sögn Gyðu Arnórsdóttur, deildarstjóra á sjúkra- og göngudeild HSU eru endurbæturnar að frumkvæði Krabbavarnar og engu til sparað.
„Vilji þeirra er að gera herbergið heimilislegt og þægilegt fyrir skjólstæðingana og gera starfsumhverfið betra fyrir starfsfólk. Þetta er svo sannarlega að heppnast vel og mikil ánægja með breytingarnar nú þegar. Starfsemi dagdeildarinnar er alltaf að aukast og hin ýmsu lyf blönduð og gefin fyrir stóran og mismunandi hóp skjólstæðinga sem nýtur og mun njóta þessara breytinga og þæginda. Fyrir hönd deildarinnar vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum fyrir þessa höfðinglegu gjöf.” segir Gyða í samtali við Eyjar.net.
Myndir frá framkvæmdunum má sjá hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.