Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum.
Birna hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið einn af lykil-leikmönnum liðsins, en liðið varð bæði bikar- og deildarmeistari á síðasta tímabili.
Í tilkynningunni segir að þetta sé gríðalegt ánægjuefni og er tilhlökkun innan félagsins til áframhaldandi samstarfs með Birnu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst