Það styttist í páska og því rétt að fara yfir helgihald Landakirkju i dymbilviku og á páskum.
Á skírdag er altarisgangan í hávegum höfð og altarið afskrýtt við lok messu sem tákn um niðurlægingu Krists.
Þjáningin og píslarsagan er síðan þema föstudagsins langa. Lesarar héðan og þaðan koma að lestri píslarsögunnar.
Páskadagsmorgun er síðan gleðimorgun í kirkjunni þar sem sigri upprisunnar og lífsins er fagnað. Að messu lokinni er morgunverður í boði sóknarnefndar í safnaðarheimilinu.
Sjáumst í kirkjunni okkar um páskana, segir í frétt á vef Landakirkju.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst