Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta
27. mars, 2024
Helga_þórisd_ads_mynd_Anton_Bjarna_min
Helga Þórisdóttir á blaðamannafundinum í dag. Ljósmynd/Anton Bjarna.

Helga Þórisdóttir, sem hefur gegnt starfi forstjóra Persónuverndar undanfarin rúm átta ár, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Blaðamannafundurinn var haldinn á heimili Helgu í Reykjavík, en hún sagðist vilja bjóða heim til að þjóðin gæti kynnst sér betur.

„Mín áhersluatriði sem forseti eru fyrst og fremst að vera þjónn fólksins í landinu – og vera fremst í flokki við að styðja við alla landsmenn. Jafnframt að vera málsvari þess íslenska drifkrafts, sem gerir okkur að þeirri sterku þjóð sem við erum, á eldfjallaeyjunni okkar nyrst í Atlantshafi,“ sagði Helga.

Helga leggur áherslu á að styðja við fræðasamfélagið, menninguna og atvinnulífið, sem og hina gróskumiklu nýsköpun og sköpunarkraft íslenskrar þjóðar. Hún vill jafnframt vera rödd þjóðarinnar á heimsvísu, á tímum breyttrar heimsmyndar, og umfram allt, sýna þekkingu, yfirvegun og áreiðanleika, fyrir íslenska þjóð.

„Sem forstjóri Persónuverndar í rúm átta ár, þá hef ég stýrt mikilvægri ríkisstofnun, stundum í ólgusjó, en alltaf af þeirri fagmennsku, festu og heiðarleika, sem verkefnið hefur kallað á. Á þeirri vegferð hef ég sýnt fram á að ég er óhrædd við að taka erfiðar ákvarðanir. Ég er alin upp með virðingu fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar. Ég þekki menningu okkar, tungu og sögu – auk þess að hafa sérþekkingu á mikilvægi þess að standa vörð um réttindi einstaklinga á tækniöld,“ sagði Helga einnig.

Helga segir að reynsla hennar og þekking geti svo sannarlega nýst íslensku þjóðinni. Hún hafi unnið að almannahagsmunum alla sína starfsævi. Í þeim störfum hefur það reynst henni vel að þykja vænt um annað fólk og styðja það, og búa þannig til betra samfélag.

Hún brennur fyrir hagsmunum íslenskrar þjóðar og býður nú fram reynslu sína, þekkingu og einlægni til að gegna hinu mikilvæga embætti forseta Íslands, segir í tilkynningu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.