Í dag stóð til að fara sjö ferðir í Landeyjahöfn í fyrsta sinn í langan tíma. Ekki gekk það þó upp því fella þarf niður síðustu ferð dagsins.
Ölduhæð fer hækkandi og töluvert hvassviðri
Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferðir kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn í kvöld falli niður þar sem ölduhæð fer hækkandi þegar líða tekur á kvöldið sem og töluvert hvassviðri er í Landeyjahöfn. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá afgreiðslu okkar til þess að færa bókun sína.
Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli samkvæmt áætlun á morgun, miðvikudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst