Hafa áhyggjur af efnistöku við Landeyjahöfn
Landeyjahofn_8.11.2010_12-54-18-12.jpg
Fyr­ir­hugað er að vinna allt að 65-80 millj­ón­ir rúm­metra af efni á efnis­töku­svæðinu og áætlað að það taki um 30 ár.

Efnistaka við Landeyjahöfn er nú í skipulagsferli. Fyrirtækið HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. (HPM) skilaði matsáætlun til Skipulagsstofnunar þann 22. desember sl. vegna efnistöku úr sjó við Landeyjahöfn.

Allt að 65-80 millj­ón­ir rúm­metrar af efni

Fyr­ir­hugað er að vinna allt að 65-80 millj­ón­ir rúm­metra af efni á efnis­töku­svæðinu og áætlað að það taki um 30 ár, miðað við að ár­leg efn­istaka sé allt að 2 millj­ón­ir rúm­metra.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna við matsáætluninni m.a. frá Vestmannaeyjabæ sem skilaði inn ítarlegri og greinargóðri umsögn um málið þar sem m.a. er farið yfir áhyggjur af lífríki, innviðum á hafsbotni og siglingum Herjólfs.

Skipulagsstofnun sendi síðan umsagnarbeiðni til Vestmannaeyjabæjar þann 3. apríl sl. er varðar umhverfismatsskýslu sem COWI vann fyrir hönd HPM. Skilafrestur á umsögn er til 16. maí nk.

Mikilvægt svæði fyrir sveitarfélagið

Bæjarráð Vestmannaeyja ítrekar áhyggjur sínar af þessu verkefni sérstaklega þar sem um er að ræða mikilvægt svæði fyrir sveitarfélagið er lýtur að siglingum um höfnina, hrygningarsvæði fiska og innviðum á hafsbotni. Reynslan af Landeyjahöfn og sandmokstri þar hefur sýnt að þrátt fyrir bestu áætlanir er ekki hægt að sjá fyrir hvernig til muni takast við efnistöku svo tryggt verði að hún hafi ekki áhrif til hins verra á Landeyjahöfn og ekki verði tjón á mikilvægum innviðum Eyjamanna. Vestmannaeyjabær mun senda umsögn um málið í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Jafnframt mun Vestmannaeyjabær óska eftir því að fylgja umsögninni eftir með fundi.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.