Bæjarstjórn brýnir nýjan innviðaráðherra
Alfsn_eyjar_24_IMG_4457
Dýpkunarskipið Álfsnes við bryggju í Eyjum. Eyjar.net/TMS

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðu mála á dýpkun við Landeyjahöfn og samskipti við Vegagerðina á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Bæjarráð hefur farið fram á við Vegagerðina að hún grípi til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila vegna vanefnda á samningi.

Dýpið á rifinu er ekki nægjanlegt og dýpkun ekki gengið sem skyldi. Dýpkunaraðili nýtti ekki dýpkunarglugga í kringum páska eins og honum ber skylda til samkvæmt samningi. Þar af leiðandi er enn ekki fullnægjandi dýpi til siglinga samkvæmt fullri áætlun í Landeyjahöfn nema við bestu aðstæður.

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar segir að bæjarstjórn taki undir með bæjarráði og skorar á Vegagerðina að grípa til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila í Landeyjahöfn vegna vanefnda á samningi. Ganga verður þannig frá dýpkunarmálum í Landeyjahöfn að íbúum Vestmannaeyja verði ekki boðið upp á annan vetur sambærilegan þessum. Bæjarstjórn brýnir nýjan innviðaráðherra og þingmenn kjördæmisins að gæta hagsmuna Vestmannaeyinga og tryggja það að dýpkunarmálum verði komið í fullnægjandi farveg.

https://eyjar.net/vilja-adgerdir-vegna-vanefnda/

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.