ÍBV með dagskrá í miðbænum á Þjóðhátíð
tjold_midstr
Sótt var um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði í eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð Vestmannaeyja á tímanum 13-17:30 föstudag, laugardag og sunnudag 2-4. ágúst 2024.

Umsóknir frá ÍBV íþróttafélagi um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð voru teknar fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar. Einnig óskaði ÍBV-íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00.

Að lokum var sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði í eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð Vestmannaeyja á tímanum 13-17:30 föstudag, laugardag og sunnudag 2-4. ágúst 2024.

Segja mun betra fyrir hátíðina og gesti hennar að vera með dagdagskrá í miðbænum fremur en að blanda henni saman við hefðbunda dagskrá í dalnum

Fram kemur í umsókn ÍBV-íþróttafélags að óskað sé eftir leyfi til skemmtanahalds á bílastæði i eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Þar hyggst félagið halda dagdagskrá fyrir þjóðhátíðargesti, dansleikur og tónleikahald, með aldurstakmarki og girða svæðið af. Félagið óskar eftir því að skoðuð verði götulokun eða þrenging á meðan dagskrá stendur.

Fyrirhugað er að vera með dagskránna, frá kl 13:00 til 17:30 föstudag 2. ágúst laugardag 3. ágúst og sunnudag 4. ágúst. Þessi viburður er í samstarfi við Nova og Ölgerðina. Nova hefur áður haldið samskonar viðburð i portinu á milli Betel og 900 grillhúss, segir í umsókninni.

Þá segir í umsókninni að fyrirhuguð dagdagskrá muni auka virði hátiðarinnar fyrir hátíðargesti. Það er mat þjóðhátíðarnefndar að kaffivenjur heimamanna og fjölskyldudagskrá séu hátíðinni mikilvægar Herjólfsdalnum. Því sé mun betra fyrir hátíðina og gesti hennar að vera með þessa dagdagskrá í miðbænum fremur en að blanda henni saman við hefðbunda dagskrá inní Herjólfsdal.

Samþykkt með skilyrðum um hreinsun

Í afgreiðslu umfhverfis- og skipulagsráðs segir að ráðið samþykki afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 25.8.2024 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 31.8.2024.

Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti afnot af porti við Hvítahúsið fyrir húkkaraball.

Þá samþykkti ráðið lokun á götu við Miðstræti. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði um að svæðinu og nærumhverfi sé haldið snyrtilegu alla helgina og að allt rusl verði hreinsað á svæðinu samdægurs.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.