Á föstudaginn verða haldnir stórtónleikar í ÍÞróttamiðstöðunni í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Tónleikarnir eru hinir glæsilegustu þar sem fram koma Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti þar sem Goslokalagið verður m.a. frumflutt.
Um er að ræða sömu dagskrá á báðum tónleikum. Fyrri tónleikarnir eru einkum ætlaðir ungu kynslóðinni og ungu barnafólki, en seinni tónleikarnir fólki eldra en 18 ára.
Vestmannaeyjabær býður á tónleikana og er þeim sem vilja tryggja sig á tónleikana bent á að sækja sér miða í Íþróttamiðstöðinni, Eldheimum eða Safnahúsi. Gefnir verða út 600 miðar á hvora tónleika sem hægt er að nálgast fyrirfram, en 500 miðar verða í boði við innganginn við upphaf tónaleikanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst