Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Búist er við austan hvassviðri eða stormi og tekur viðvörunin gildi á morgun, hvítasunnudag. kl. 08:00 og er í gildi til kl. 21:00 á Suðurlandi.
Í viðvörunartexta Veðurstofunnar fyrir Suðurland segir: Gengur í austan 15-23 m/s, hvassast austantil. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundi yfir 30 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.
Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Suðlæg átt 3-10 m/s, en austan 8-15 við norðurströndina fram eftir morgni. Rigning með köflum víða um land. Bjart með köflum en stöku skúrir suðvestanlands. Hiti 3 til 10 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 og dálítil væta með köflum. Hiti 4 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning en styttir upp sunnanlands. Hiti 2 til 10 stig, mildast sunnan heiða.
Á föstudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt. Þykknar upp og fer að rigna sunnan- og vestanlands seinnipartinn. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 18.05.2024 08:31. Gildir til: 25.05.2024 12:00.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.