“Nú næstu daga eigum við von á að fyrstu lundapysjurnar finnist í bænum. Eins og áður biðjum við ykkur endilega að koma með pysjurnar til okkar í vigtun og mælingu,” segir í tilkynningu frá Pysjueftirlitinu. “Að þessu sinni verður pysjueftirlitið staðsett í nýjum húsakynnum Sea Life Trust og gengið inn að austanverðu. Við munum auglýsa nánar um opnunartíma og annað þegar fjör færist í leikinn og pysjunum fjölgar. Til að byrja með verður tekið á móti þeim í afgreiðslunni.”
Í spjalli við Eyjafréttir í byrjun júlí sagðist Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, eiga von á fyrstu pysjunum uppúr Þjóðhátíð. Heldur hefur þó hægst á vexti pysjanna og vilja menn helst kenna samkeppni um fæði við makrílinn þar um. Lundinn er þó enn að bera í holurnar og lítill sem enginn pysjudauði. Það má því búast við mikið af pysjum.
“Í fyrra kom mesti fjöldi pysja frá upphafi pysjueftirlitsins, eða um 5.600 pysjur. Núna eigum við von á enn fleiri pysjum og því um að gera að byrja að safna pappakössum og gera klárt,” segir í tilkynningunni frá Pysjueftirlitinu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.