Felldu tillögu um niðurfellingu krafna

Á síðasta degi Alþingis fyrir sumarleyfi lagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fram breytingatillögu við frumvarp til laga um breytinga á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Bergþór segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að breytingatillaga hans hafi gengið út á að Alþingi tæki ákvörðun um að fella niður allar kröfur á svokölluðu svæði 12, sem nær yfir eyjar, hólma og sker landið um kring.

„Vinna nýja kröfugerð sem gangi eitthvað skemur“

„Sú furðulega kröfugerð sem upphaflega var lögð fram, með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur, þar sem mér sýnist ekkert hafa verið undanskilið annað en Litla-Brákarey við Borgarnes (vafalaust fyrir mistök), var auðvitað forkastanleg, en nú er því haldið fram að í fjármálaráðuneytinu sé verið að sóa skattfé í það verkefni að vinna nýja kröfugerð sem gangi eitthvað skemur.

Ég lagði til að þetta verkefni væri í raun tekið af fjármálaráðuneytinu, þannig að undið yrði ofan af áformum um kröfugerð á svæði 12 að fullu, enda voru slík áform ekki hluti af upphaflegu löggjöfinni, heldur komu inn með breytingum sem gerðar voru á þjóðlendulögum árið 2020.“ segir hann.

„Í framhaldinu tekur við áframhaldandi sóun á almannafé“

„Það kom mér nokkuð á óvart að allir þingmenn stjórnarflokkanna skyldu fella þessa tillögu, enda höfðu sumir þeirra á fyrri stigum verið meðflutningsmenn að efnislega eins tillögu.

Hvað framhaldið varðar má væntanlega reikna með að ný kröfugerð ríkisins birtist fljótlega og í framhaldinu tekur við áframhaldandi sóun á almannafé og tíma þeirra sem þurfa að verjast ásælni hins opinbera.“ segir Bergþór.

https://eyjar.net/starfslok-obyggdanefndar-til-medferdar-i-thinginu/

 

 

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.