Eyrún Haraldsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra í æskulýðs- og tómstundamálum hjá Vestmannaeyjabæ.
Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að ein umsókn hafi borist um stöðuna. Eyrún uppfyllir öll skilyrði umsóknar. Hún er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu á því sviði auk annarra menntunar og starfsreynslu sem nýtist vel í starfi. Eyrún mun hefja störf í ágúst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst