Í tilefni að breytingum á útgáfunni hjá okkur dreifum við nýjasta tölublaði Eyjafrétta inn á öll heimili í Eyjum endurgjaldslaust. Helstu breytingar eru að blaðið kemur hér eftir út á tveggja vikna fresti. Meðal efnis í nýjasta blaðinu eru áhugavert verkefni um lundaafbrigði, viðtal við hluta afmælisnefndar um röð ljósmyndasýninga, fyrsta flugið til Eyja. Fréttir af nemendafélag framhaldsskólans, fréttir af fiskveiðum og vinnslu, Skemmtilegt viðtal um Pysjueftirlitið við Margréti Lilju og Karen Velas segir okkur frá því hvenig hún endaði í lundapysju hreinsun í Vestmannaeyjum. Úrklippan er nýr og skemmtilegur liður, Eyjamaðurinn og Matgæðingurinn eru á sínum stað, Eygló Egils er með skemmtilegan pistil og við veltum titilmöguleikum ÍBV næstkomandi laugardag.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst