Loftmyndir ehf sem halda úti vefnum map.is bjóða nú uppá skemmtilega nýjung á vef sínum þar sem hægt er að skoða eldri myndir í kortasjánni og bera saman við aðrar loftmyndir. Kort af Vestmannaeyjabæ er hægt að nálgast hér og en elsta myndin er frá árinu 1997. Gaman er að bera saman myndir frá mismunandi tíma. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í kringum höfnina sem fróðlegt er að skoða, einnig er áhugaverð uppbygging í kringum íþróttasvæðið. Flestar myndirnar eru teknar í kringum þjóðhátíð og fróðlegt er að sjá hvernig tjaldborgin liggur, þá er líka hægt að fylgjast með þróun á gróðurfari á austur á hrauni og víðar.
Leiðbeiningar birtast í sprettiglugga þegar síðan er opnuð.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst