Á síðasta fundi bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir enn eina ítekunina við Orkustofnun um að fá rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til gundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar sl. hefur ekkert svar borist.
Niðurstaða var að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda kvörtun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og jafnframt senda erindi til umboðsmanns Alþingis til að kanna hvort stjórnsýsluhættir stofnunarinnar teljist eðlilegir.
Mynd – Kyndistöðin sem stundum þarf að keyra á olíu sem kostar sitt fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst